Verkin Okkar

  Fyrirtækið er með verksamning við Norðurál vegna rafdreifikerfis á álverssvæðinu, háspennudreifing, svæðislýsing ofl. einnig er fyrirtækið með verksamning við ÍAV um raflagnir í kerskála álversins.

  Bergraf hefur lokið breytinga raflagna í olíubyrgða stöðinni í Helguvík einnig er unnið að breytingum á olíustöð á flugvallarsvæðinu „Fuel East“.

  Fyrirtækið hefur unnið að verkefnum við álver Alcoa – Fjarðarál við nýja Kersmiðju sem undirverkataki hjá Jáverk ehf og undirverktaki hjá HATCH Canada og ýmis verkefni beint fyrir Alcoa – Fjarðarál.

  Bergraf ehf hefur einnig unnið fjölmörg verkefni fyrir KADECO, Háskólagarða, Flugakademíu Keilis, Gagnavörsluna, HS Veitur, Atafl ofl. vegna breytinga rafkerfa í byggingum á fyrrum varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli (Ásbrú). Framkvæmdastjóri Bergraf er Reynir Þór Ragnarsson rafiðnfræðingur og rafvirkjameistari, Reynir er bæði með A og B löggildingu.

  Í dag er Bergraf að vinna sem aðalverktaki við stórt verkefni fyrir Landhelgisgæsluna á Keflavíkurflugvelli. Verkið fellst í að breyta raflögnum, kæli-búnaði og lögnum, Vatns og hitalögnum, loftræstingu og fl. Verkið hófst í nóvember 2013 og er áætlað að því ljúki í nóvember 2014.

  Samanlagður starfsmannafjöldi eigenda fyrirtækjanna og Bergraf er á milli 90 og 100 rafvirkjar og tæknimenn.